Niðurstöður úr fyrsta keppniskvöldi Samskipadeildarinnar

Verkfæralagers fjórgangurinn í Samskipadeildinni fór fram í gær. Við þökkum Verkfæralagernum kærlega fyrir stuðninginn.

Húsið opnaði kl. 17:30 og var veislusalurinn þéttsetinn meðan matur var borinn fram af frábæru kokkunum hjá Flóru veisluþjónustu.

Mikil stemning myndaðist í stúkunni yfir kvöldið og þökkum við áhorfendum kærlega fyrir komuna í Samskipahöllina.

Alls voru 70 keppendur úr 15 liðum skráðir til leiks. Gaman var að sjá hversu prúðbúnir knapar voru og margir hestar greinilega komnir í fanta form.

Sigurbjörn Viktorsson og Seifur frá Brekkubæ
 
Scroll to Top