Niðurstöður Icewear-fimmgangs í Samskipadeildinni, Áhugamannadeild Spretts

Þriðja keppniskvöldið í Samskipadeildinin, Áhugamannadeild Spretts, fór fram í Samskipahöllinni fimmtudagskvöldið síðastliðið.
Mótið var styrkt af Icewear og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, starfsfólk mótsins klæðist einmitt glæsilegum úlpum frá Icewear sem setur skemmtilegan svip á umgjörð mótsins.
Veislusalurinn var vel sóttur að vanda og töfraði Sigurjón hjá Veisluþjónustunni Flóru fram dýrindis kalkún og meðlæti.
Forkeppnin gekk vel og þar mátti sjá marga góða spretti.

Eftir að hafa verið í 12. sæti eftir forkeppni, gerðu Óskar Pétursson og hestur hans Bjartur frá Finnastöðum sér lítið fyrir og klifruðu upp í 7 sæti og sigruðu þar með B-úrslitin með einkunnina 6,40. Hann átti í heildina litið góða sýningu í B-úrslitum og þá sérstaklega á tölti og skeiði en þær gangtegundir hafa tvöfalt vægi í fimmgang.

Óskar Pétursson og Bjartur frá Finnastöðum sigruðu B-úrslit.
Óskar Pétursson og Bjartur frá Finnastöðum sigruðu B-úrslit. Ljósmynd Gunnhildur Ýrr.

Niðurstöður B-úrslita

Óskar Pétursson / Bjartur frá Finnastöðum 6,40
Darri Gunnarsson / Ísing frá Harðbakka 6,31
Elías Árnason / Blíða frá Árbæ 6,12
Herdís Einarsdóttir / Trúboði frá Grafarkoti 5,90
Ámundi Sigurðsson / Gleði frá Miklagarði 5,67
Sigurlín F Arnarsdóttir / Hraunar frá Herríðarhóli 5,10

Eftir að hafa verið önnur eftir forkeppni, settu þær Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Kná frá Korpu, í næsta gír og stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar. Einkunn þeirra 6,90 enda sýning þeirra stórglæsileg á öllum gangtegundum. Fast á hæla hennar voru svo Sveinbjörn Bragason og Gæfa frá Flagbjarnarholti með einkunnina 6,74, skeiðsprettir þeirra í öllu mótinu uppskáru mikið lófaklapp frá áhorfendum enda snarpir og vel útfærðir. Þriðju voru Sigurbjörn Viktorsson og Vordís frá Vatnsenda með einkunnina 6,62.

 

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Kná frá Korpu sigruðu A-úrslit.
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Kná frá Korpu sigruðu A-úrslit. Ljósmynd Gunnhildur Ýrr.

Niðurstöður A-úrslita.

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir / Kná frá Korpu 6,90
Sveinbjörn Bragason / Gæfa frá Flagbjarnarholti 6,74
Sigurbjörn Viktorsson / Vordís frá Vatnsenda 6,62
Árni Geir Norðdahl Eyþórsson / Svikari frá Litla-Laxholti 6,36
Guðmundur Ásgeir Björnsson / Reyr frá Hárlaugsstöðum 2 6,29
Kolbrún Kristín Birgisdóttir / Kolskör frá Lækjarbakka 2 6,02

Liðakeppnin hefur sjaldan verið jafn spennandi og þetta kvöld, en það var ekki ljóst fyrr en síðustu tölur voru lesnar upp að lið Nýsmíði myndi hneppa liðaplattann.
Það munaði ekki nema 1,5 stigi á liði Nýsmíði og liði Sveitarinnar.

Lið Nýsmíði hlaut liðaplattann. Sigurbjörn Viktorsson og Kristinn Karl Garðarsson tóku við verðlaunum fyrir lið sitt.
Lið Nýsmíði hlaut liðaplattann. Sigurbjörn Viktorsson og Kristinn Karl Garðarsson tóku við verðlaunum fyrir lið sitt. Ljósmynd Gunnhildur Ýrr.

Nú eru línur töluvert farnar að skýrast í heildarstigakeppnunum. Í einstaklingskeppninni er Sigurbjörn Viktorsson á toppnum með 19 stig, þar á eftir er Sveinbjörn Bragason með 16 stig og svo eru þau Guðlaug Jóna Matthíasdóttir, Darri Gunnarsson, Hrönn Ásmundsdóttir, Kristín Margrét Ingólfsdóttir öll með 12 stig.

Einstaklingskeppni - stig í fimmgang
Einstaklingskeppni – stig í fimmgang
Einstaklingskeppni - Heildarstig eftir þrjár greinar
Einstaklingskeppni – Heildarstig eftir þrjár greinar

Liðakeppnin er ekki síður spennandi en eftir þrjár greinar leiðir liðið Pula-Votamýri-Hofsstaðir með 299 stig, þar á eftir er lið Stafholthesta með 297 stig og skammt undan lið Nýsmíði með 280 stig. Ljóst er að baráttan verður hörð á lokasprettinum bæði í einstaklings- og liðakeppninni.

Liðakeppni - sitg úr fimmgangii
Liðakeppni – stig úr fimmgangi
Liðakeppni - staðan eftir þrjár greinar
Liðakeppni – staðan eftir þrjár greinar

Næst á dagskrá er lokahelgin í Áhugamannadeildinni en föstudaginn 25. apríl verður Devold Tölt í Samskipahöllinni og laugardaginn 26. apríl verður keppt í gæðingaskeiði í boði Útfararstofu Íslands.

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Kná frá Korpu glæsilegar saman
Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Kná frá Korpu glæsilegar saman. Ljósmynd Gunnhildur Ýrr.
Scroll to Top