Niðurstöður BLUE LAGOON fjórgangur

Skráning hefur aldrei verið meiri – Blue Lagoon mótaröðin 2025 – fjórgangur BLUE LAGOON mótaröð Spretts fór af stað í gær. Mótaröðin hófst á fjórgangi og voru sýningar unga fólksins glæsilegar! Krakkarnir eru greinilega í keppnisgír því skráningar voru rúmlega 110 talsins og hefur aldeilis bæst við skráningar síðan í fyrra, unglingaflokkurinn og ungmennaflokkurinn hafa aldrei verið jan fjölmennir. Í ár var ákveðið að bæta við einum flokki, minna vanir eða V5 unglingaflokkur, og hann var heldur betur vinsæll svo hann er komin til að vera. BLUE LAGOON mótaröðin er orðin ein vinsælasta og stærsta mótaröðin sem haldin er. Keppendur komu víða að, m.a. frá Snæfellingi á Snæfellsnesi, Geysi á Hvolsvelli, Háfeta í Þorlákshöfn, og Mána í Keflavík. Vert að minnast þess að skipulagning og framkvæmd mótaraðarinnar er unnin af sjálfboðaliðum innan Spretts en allur ágóði hennar fer til styrktar æskulýðsstarfs í Spretti. Sem fyrr er BLUE LAGOON bakhjarl keppninnar og styður þannig við bakið á æskulýðsstarfi hestaíþróttarinnar með myndarlegum hætti. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Verðlaun kvöldins voru glæsileg og komu m.a frá Bæjarins bestu, Happy Hydrate, Josera, Búvörur SS, Sambíóin, Tasty og spil frá Emmsé Gauta ásamt fullt af fleirum flottum styrktaraðilum.

Eiðfaxi TV var með beinar útsendingar í opinni dagskrá sem er orðið ansi vinsælt hjá aðstandendum og gaman fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í höllina að horfa á börnin, unglingana og ungmennin heima í stofu.

Úrslitin fóru svo að í V5 barnaflokki unnu þær Hjördís Antonía Andradóttir á Gjöf frá Brenniborg með einkunina 6.04

1 Hjördís Antonía Andradóttir / Gjöf frá Brenniborg 6,04 2-3 Emilía Íris Ívarsd. Sampsted / Drift frá Strandarhöfði 5,79 2-3 Emilía Ösp Hjálmarsdóttir / Demantur frá Álfhólum 5,79 4 Líf Isenbuegel / Hugrún frá Blesastöðum 1A 5,75 5 Sigrún Freyja Einarsdóttir / Vaka frá Sæfelli 5,71 6 Talía Häsler / Eldþór frá Útibleiksstöðum 5,60

Úrslit í V2 barnaflokki fóru svo að Eyvör Sveinbjörnsdóttir og Skál frá Skör unnu með einkunina 6,47

1 Eyvör Sveinbjörnsdóttir / Skál frá Skör 6,47 2 Helga Rún Sigurðardóttir / Fölski frá Leirubakka 6,40 3-4 Elísabet Emma Björnsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri 6,20 3-4 Ragnar Dagur Jóhannsson / Alúð frá Lundum II 6,20 5 Svala Björk Hlynsdóttir / Eindís frá Auðsholtshjáleigu 6,10 6 Jón Guðmundsson / Pabbastelpa frá Ásmundarstöðum 3 6,03

Í V5 unglingaflokki voru 11 knapar sem eru að stíga sig fyrstu skref í keppni og stóðu þau sig öll með stakri prýði.

1 Elena Ást Einarsdóttir / Vörður frá Eskiholti II 6,29 2 Ava Michéle Meienberger / Gloría frá Haukagili 6,08 3 Lyn Renée Meienberger / Frami frá Efri-Þverá 5,83 4-5 Katla Grétarsdóttir / Baltasar frá Hafnarfirði 5,75 4-5 Joy Leonie Meier / Ísak frá Jarðbrú 5,75 6 Milda Peseckaite / Eyða frá Halakoti 4,12 Í unglingaflokki var metskráning, yfir 30 hross voru skráð og voru glæsilegar sýningar hjá þessum flottu unglingum Hörð keppni var í úrslitunum en í 1 sæti varð Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir á Radíus frá Hofsstöðum með einkunina 6.87.

1 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Radíus frá Hofsstöðum 6,87 2 Linda Guðbjörg Friðriksdóttir / Sólon frá Sælukoti 6,80 3 Hákon Þór Kristinsson / Tenór frá Litlu-Sandvík 6,63 4 Þórhildur Helgadóttir / Kóngur frá Korpu 6,57 5 Kári Sveinbjörnsson / Nýey frá Feti 6,40 6 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted / Bjarmi frá Akureyri 6,27

Seinustu úrslit kvöldsins voru V2 ungmennaflokki, þar var met skráning um 30 hross.

Í 1 sæti í þeim flokki varð Sigurbjörg Helgadóttir á Siggu frá Reykjavík sigurvegari.

1 Sigurbjörg Helgadóttir / Sigga frá Reykjavík 6,70 2 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Hekla frá Hamarsey 6,67 3 Helena Rán Gunnarsdóttir / Goði frá Ketilsstöðum 6,53 4 Tristan Logi Lavender / Fiðla frá Hjarðarholti 6,37 5 Sigurður Dagur Eyjólfsson / Flinkur frá Áslandi 6,33 6 Sara Dís Snorradóttir / Gammur frá Efri-Brúnavöllum I 6,30

Scroll to Top