Niðurstöður ræktunardags Hrossaræktarfélags Spretts

Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Spretts fór fram í Samskipahöllinni 9.febrúar  liðin.

Forskoðun kynbótahrssa í umsjá Kristins Hugason fv. landsráðunautar í hrossarækt. Aðsóknin aldrei verið meiri og stóð frá kl 8 til að verða kl 15. Mætt var með samtals 33 hross, 30 hryssur og 3 stóðhesta.

Langflest úr Spretti en einnig úr Sörla og Fáki. Það hefur sýnt sig á undanförnum að Kristins hefur oft reynst sannspár þótt hollningin á hrossunum sé eðlilega talsvert önnur á þessum tíma en að vori eða sumri. Samtals var 17 hryssum spáð yfir 8,00.

Efstu forspá í hvorum flokki fengu:

Hryssur:

1. IS2012280614 Fjöður f. Strönd Rækt: Ásta Snorradóttir , einkunn 8,36
2. IS2014281842 Arðsemi f. Kelduholti Rækt: Siurður Helgi Ólafsson einkunn 8,31
3-5. IS2014280690 Styrjöld f. Hrístjörn Rækt: Axel Geirsson einkunn: 8,25
3-5. IS2013281026 Kolfinna f. Nátthaga Rækt: Brynja Viðarsdóttir einkunn 8,25
3-5. IS2011285751 Eldborg f. Eyjarhólum Rækt: Magnús Benediktsson einkunn 8,25

Hestar:

1. IS2015184171 Eðall f. Fornusöndum Rækt: Finnbogi Geirsson einkunn 8,48
2. IS2015180326 Fengur f Traðarlandi Rækt: Ríkharður F Jenssen einkunn 8,16
3. IS2015137845 Reykur f. Hólakoti Rækt: Helena Ríkey Leifsd. einkunn 8,03

Í hádegishléi hélt Olil Amble frábæran fyrirlestur um hrossarækt og fleira. Fundargestir hefðu gjarnan viljað að hún hefði fengið tvöfalt lengri tíma.

Stjórn Hrossaræktarfélags Spretts

Scroll to Top