Sprettur er svo heppið félag að vera með starfrækta tuttugu nefndir sem sjá um að halda virkni og starfssemi félagsins gangandi. Þar sem vel hefur gengið að snúa við rekstri Spretts undanfarna mánuði þá langar stjórn að búa til opinbert umbunarkerfi fyrir allt duglega nefndarfólkið okkar og hafa þannig hvata til að gegna góðum störfum fyrir félagið okkar.
· Veislusalur: 60% afsláttur af leigugjaldi.
· Viðrunarhólf: 40% afsláttur af viðrunarhólfum sé allt sumarið tekið.
Til að fá kjörin þá þarf að sækja um það með að senda póst á stjorn(hjá)sprettur.is en nafnalistinn yfir nefndafólk þarf að vera réttur á heimasíðunni www.sprettur.is. Við biðjum formenn nefnda hjá félaginu um að yfirfara nafnalista nefndarfólks á https://sprettur.is/nefndir/ og senda leiðréttan nafnalista á thordis(hjá)sprettur.is.