Næsta mót í Áhugamannadeild Spretts, Equsana deildinni 2018

Takið frá fimmtudaginn 8 mars þegar næsta mót í Áhugamanndeild Spretts, Equsana deildinni 2018 fer fram

Eitt mest spennandi mót vetrarins verður á fimmtudaginn 8 mars þegar knapar í Equsana deildinni 2018 keppa í tveimur greinum á einu kvöldi.

Allir fimm knapar hvers liðs taka þátt í þessu kvöldi, þrír keppa í slaktaumatölti og tveir í fljúgandi skeiði í gegnum höllina.

Í boði verður veisla fyrir áhorfendur þar sem keppni hefst á forkeppni í slaktaumatölti, síðan fer fram skeiðið og dagskráin endar á úrslitum í slaktaumatöltinu.

Það er mikið í húfi fyrir keppendur enda tvöföld stig í boði og í þessum greinum getur allt gerst.

Þð eru Víking sem styrkir slaktaumatöltið og Zo-on sem styrkir fljúgandi skeiðið.

Veislan byrjar kl. 19:00 og húsið opnar kl. 17:30. Snillingarnir okkar í eldhúsi Spretts munu reiða fram dýrindis mat að venju.

Vð hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta góðra veitinga og horfa á spennandi keppni.

Aðgangur er frír.

Ráslistar verða birtir á miðvikudag.

Við minnum svo á frábæru þættina hennar Huldu Geirsdóttur og Óskars Nikulássonar, Á Spretti, sem sýndir eru á RÚV. Sýningartímarnir eru miðvikudögum eftir seinni fréttir en eru endursýndir á laugardögum og svo aðgengilegir á http://www.ruv.is/spila/ruv/a-spretti/20180228

Scroll to Top