Fyrirhugað var að hafa miðnæturreiðtúrinn fyrir krakkana í Spretti 20. maí en sökum rigningar hefur verið ákveðið að færa reiðtúrinn fram til föstudagsins 22. maí. Lagt verður af stað klukkan 21:00 frá austurenda Samskipahallarinnar (sem snýr að hesthúsunum).
Miðað er við einn hest á mann, ekki teymingarhest. Þetta verður óvissuferð en lengdin miðar við einn hest í ágætis trimmi. Gert er ráð fyrir hressingu í boði Spretts í áningu. Fararstjóri er Þórdís Anna Gylfadóttir og miðað er við að knapar sem mæta í ferðina séu vel hestfær og hafi fulla stjórn á sínum hesti.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á Ae************@sp********.is og þarf að berast fyrir klukkan 12.00 föstudaginn 22. maí.
Að gefnu tilefni viljum við taka það fram að hver og einn knapi er á eigin ábyrgð og mikilvægt að þátttakendur í reiðtúrnum séu hestfærir og vanir að fara sjálfir í reiðtúr.