Skip to content

Miðbæjarreið LH 28.maí

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir árlegri miðbæjarreið. Að þessu sinni fer reiðin fram þriðjudaginn 28. maí. Við hvetjum áhugafólk um íslenska hestinn til að koma í miðbæinn og dást að fallegu hestunum okkar.

Reiðin hefst formlega við Hallgrímskirkju, þar sem Brokkkórinn tekur nokkur lög áður en haldið er niður Skólavörðustíg, áleiðs að Austurvelli og í gengum Hljómskálagarðinn.

Tengill á viðburðinn á facebook https://fb.me/e/5wgzdiXj7

Við hvetjum Sprettara til þess að fjölmenna í þessa skemmtilegu reið.

Skráning fer fram í gegnum Sportabler, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis en það er gott fyrir okkur að sjá hverjir ætla að mæta. Hvetjum þátttakendur til þess að mæta prúðbúna með vel snyrta hesta, hlökkum til þess að sjá sem flesta Sprettara í miðbænum.

Hér er tengill fyrir skráningu https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjkzMzE=