Hið stórskemmtilega Metamót Spretts fer fram 5.-7.september á Samskipavelli Spretts.
Keppt er í gæðingakeppni á beinni braut ásamt, tölt og skeiðgreinum.
Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið á gæðingakeppninni þá eru farnar 4 ferðir á beinu brautinni, ekki er sýnt fet eða stökk.
Í A-flokki er ein ferð á tölti, ein á brokki og ein á skeiði svo er ein aukaferð sem keppendur nýta að vild.
Í B-flokki er sama fyrirkomulag þar er ein ferð hægt tölt, ein á brokki og ein á yfirferðartölti og svo ein aukaferð.
Gæðingakeppnin á beinu brautinni er ekki lögleg keppnisgrein. Þar er leyfilegt að ríða með písk og ekki er hefðbundin fótaskoðun. Þó þurfa að sjálfsögðu allir hestar að koma heilir úr braut eins og alltaf.
Löglegar greinar mótsins eru skeiðgreinar, 100m, 150m og 250m og töltgreinarnar, gæðingatölt 2.flokkur og tölt T3 1.flokkur. Í þeim greinum er riðið eftir keppnisreglum LH.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng, skráning verður opin til og með mánudags 1.september.
Hlökkum til að sjá sem flesta á síðasta móti sumarsins.
Nefndin