Á Króki i Ásahrepp er rekið hrossarætarbú þar sem eru ræktuð hross undir ræktunarnafninu Margrétarhof en nafnið vísar til ræktunar sem eigendurnir stunda á búgarði sínum í Svíþjóð, Margaretehof (mhof.se). Markmiðið er að stunda hrossarækt með 8 – 10 góðum merum. Einnig er rekin alhliða þjálfunarmiðstöð á staðnum, boðið upp á kennslu, bæði helgarnámskeið og einkatíma, ásamt því að hafa ávallt á boðstólnum góð vel tamin söluhross. Einnig er boðið upp á fóðrun og uppeldi. Nýtt mjög rúmgott 43 hesta hús er á staðnum ásamt reiðhöll sem er 20 x 50 svo að aðstaðan er öll til fyrirmyndar.
Exporthestar/Eysteinn Leifsson ehf hefur annast útflutning á hrossum til fjölda ára, aðsetur fyrirtækisins eru í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ Skuggabakka 12, við sjáum um alla þætti útflutnings hrossana allt frá því að sækja þá heim til seljanda, frágangi allra gagna og gera hestana tilbúna til brottfarar og koma þeim í hendur nýrra eigenda erlendis. Við höfum einnig úrval hrossa til sölu ýmist aðkeypt eða úr eigin ræktun, í gegnum tíðina höfum við einnig útvegað kaupendum fjölda hrossa sem m.a hafa staðið í fremstu röð á heimsvísu.

Játvarður Jökull Ingvarsson
31 árs
Starf: Framkvæmdastjóri Hringdu
Hestamannafélag: Hörður

Gylfi Freyr Albertsson
41 árs
Starf: Smiður
Hestamannafélag: Hörður

Þorvarður Friðbjörnsson
50 ára
Starf: Húsasmiður
Hestamannafélag: Fákur

Viðar Þór Pálmason
43 ára
Starf: Smiður
Hestamannafélag: Hörður

Jón Ólafur Guðmundsson
46 ára
Starf: Matreiðslumaður hjá ISS
Hestamannafélag:

Reynir Örn Pálmarsson
Þjálfari – 44 ára
Starf: Tamningamaður og reiðkennari
Hestamannafélag: Hörður

Eysteinn Leifsson
Þjálfari – 46 ára
Starf: Hrossaútflytjandi
Hestamannafélag: Hörður