Skip to content

Malbikun – lokaðir reiðvegir

Sökum malbiksframkvæmda á Breiðahvarfi milli Vatnsendavegar og Funahvarfs er því miður nauðsynlegt að loka fyrir umferð inn í hverfið frá 9:00 til 13:00, þriðjudaginn 18. júní. Hægt verður að aka út úr hverfinu um bráðabirgða hjáleiðir sem verða útbúnar annarsvegar um reiðstíg neðan Fákahvarfs og um göngustíg milli Fornahvarfs og Grandahvarfs.

Lokað verður fyrir umferð hesta um reiðveginn á meðan framkvæmdum stendur og er hestamannafélagið Sprettur beðinn um að koma þeim skilaboðum áleiðis til félagsmanna sinna.


Foreldrar eða forráðamenn sem eru skutla börnum sínum á æfingar eða frístund í Vatnsendaskóla skal vera bent á að nýta sleppisvæði á Vatnsendavegi. Þeim sem erindi eiga til Heimilisins í Dimmuhvarfi 2 eða í hótel Kríunes skulu gera ráðstafanir til að sinna erindinu fyrir kl. 9:00 eða eftir kl. 13:00.

Allt kapp verður lagt á að framkvæmdin taki ekki lengri tíma en nauðsynlegt er.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af framkvæmdunum kann að hljótast.