Litlu-jólin hjá ungum Spretturum

Laugardaginn 20.desember nk verða Litlu-jólin hjá ungum Spretturum haldin hátíðleg í veislusalnum í Samskipahöllinni milli kl.14-16.

Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur – og jafnvel möguleiki á að skreyta nokkrar piparkökur.
Það verður jólatré og heyrst hefur að jólasveinninn kíki í heimsókn.

Við verðum með pakkaleik, þar sem hver og einn mætir með pakka með sér (hámark 2000kr.) Hópnum verður skipt í tvennt, yngri og eldri.

Nauðsynlegt er að skrá sig á abler til að taka þátt – Hestamannafélagið Sprettur | Námskeið

 

Scroll to Top