Næsta lið sem við kynnum til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025 er lið Trausta. Liðið tók þátt í fyrra og helst óbreytt. Lið Trausta stóð sig vel á síðasta tímabili og endaði í öðru sæti í liðakeppninni og munu vafalaust setja sér það markmið að vera í toppbaráttunni á komandi tímabili. Darri Gunnarsson er liðsstjóri liðsins.
Darri Gunnarsson, Hestamannafélaginu Sörla, 60 ára, 172 cm, Ljón
Aníta Rós Róbertsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla, 26 ára, 166 cm, Fiskur
Bjarni Sigurðsson, Hestamannafélaginu Sörla, 54 ára, 183 cm, Fiskur
Ragnar Stefánsson, Hestamannafélaginu Spretti, 57 ára, 171 cm, Bogmaður
Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla, 36 ára, 167 cm, Tvíburi
Samskipadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.
Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,
Instagram.com/ahugamannadeildspretts –