Nú þegar Samskipadeildin, Áhugamannadeild Spretts 2025, hefst á morgun kynnum við til leiks lið Bifreiðaverstæðis Böðvars og Borgarverk.
Lang lengsta liðanafnið í deildinni en það kemur sannarlega ekki að sök. Liðið er Vesturlandslið, skipað liðsmönnum úr Borgfirðingi
og Snæfellingi. Ein breyting er á liðinu frá síðasta ári, inn kemur Arna Hrönn Ámundadóttir.
Ámundi Sigurðsson er liðsstjóri og Siguroddur Pétursson þjálfari.
Ámundi Sigurðsson, Hestamannafélaginu Borgfirðingi, 67 ára, 182 cm, Ljón
Ólöf Guðmundsdóttir, Hestamannafélaginu Borgfirðingi, 59 ára, 168 cm, Naut
Arna Hrönn Ámundadóttir, Hestamannafélaginu Borgfirðingi, 23 ára, 168 cm, Ljón
Eyþór Gíslason, Hestamannafélaginu Borgfirðingi, 49 ára, 175 cm, Hrútur
Gunnar Tryggvason, Hestamannafélaginu Snæfellingi, 62 ára, 171 cm, Sporðdreki
Samskipadeildin hefst á morgun. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað. Snillingarnir hjá Flóru veisluþjónustu
sjá um matinn sem sló í gegn í fyrra.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.
Fylgið okkur á samfélagssmiðlum,
Instagram.com/ahugamannadeildspretts –
facebook.com/ahugamannadeildin