Laus pláss á námskeið í Fáki

Hestamannafélagið Fákur býður Sprettsfélaga velkomna að nýta sér laus pláss í einkatímum hjá Jóhönnu Margréti Snorradóttur.

Helgarnámskeið með Jóhönnu Margréti 8-9 mars

Skráning fer fram á abler.io á námskeið hjá Jóhannu Margréti Snorradóttur landsliðskonu. Hún ætlar að vera með 2x40min einkatíma helgina 8-9 mars í reiðhöllinni í C tröð.

Verð 31.000kr.

Jóhanna Margrét útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum árið 2018. Í dag starfar við þjálfun og reiðkennslu á Árbakka hjá Hestvit.

Jóhanna hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum og stendur í fremstu röð afreksknapa. Hún er heimsmeistari í tölti, samanlögðum fjórgangsgreinum og þrefaldur Íslandsmeistari.

Hún var einnig valin íþróttaknapi ársins 2023 og íþróttamaður Mána.

Nánari upplýsingar gefur Vilfríður – [email protected]

Scroll to Top