Á morgun fer fram annað mótið í Samskipadeildinni, Áhugamannadeild Spretts. Keppt verður í slaktaumatölti í boði Eiðfaxi TV. Ráslistar hafa verið birtir í HorseDay. Keppnin hefst kl. 19:00 en veislusalur Samskipahallarinnar opnar kl 17:30. Dýrindis matur frá Sigurjóni Braga Geirssyni matreiðslumeista og yfirkokki á Flóru Veisluþjónustu verður í boði, verð kr.3.500. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Matseðill kvöldsins er:
Blómkáls súpa og brauð
Langtíma eldað lambalæri
Rösti kartöflur
Rauðvínssoðsósa
Blandað salat með dukkah
Ofnbakað rótargrænmeti
Rauðkál
Gular baunir
Hrásalat
Grænar baunir