Kynningarferð um nýju Sprettshöllina

Stjórn Spretts hefur skipulagt kynningarferð fyrir félagsmenn inn í nýja og glæsilega reiðhöll félagsins. Félagsmönnum er boðið að koma og sjá bygginguna eins og hún er stödd núna undir leiðsögn. Kynningin fer fram miðvikudaginn 4. desember frá klukkan 18:00 – 19:00. Vinsamlegast látið berast til félagsmanna sem skoða vefinn sjaldnar.

Sjáumst á miðvikudaginn klukkan 18:00 og skoðum nýju höllina saman.

Meðfylgjandi mynd sýnir umhorfs inn í höllinni fimmtudaginn 28. nóvember. Fleiri myndir má sjá í myndaalbúminu á síðunni.
Scroll to Top