Föstudagskvöldið 10. maí taka Sprettskonur á móti hestakonum frá Fáki, Fjárborg, Herði, Sörla og Sóta.
Sprettskonurnar hittast kl. 18.00 fyrir utan Samskipahöllina þar sem boðið er upp á Bailey‘s áður en lagt er af stað kl. 18.15.
Sprettskonur skiptast í tvo hópa sem ríða á móti gestunum. Annar hópurinn ríður um Heiðmörk í átt að Hafnarfirði en hinn austan við Elliðavatn í átt að Fáki.
Veislumatur verður tilbúinn í Samskipahöllinni um kl. 19. Miðasala verður á netinu og kostar miðinn kr. 3.500,-. Greitt er inn á bankareikning 537-26-170200, kt. 531217-0200 skrifa þarf nafn eða nöfn þeirra sem kaupa miðana og senda í pósti á netfangið: sp**********@gm***.com.
Nokkur gerði við Hamraenda hafa verið tekin frá fyrir gestahesta. Þau eru merkt með grænum borða. Hlökkum til að sjá ykkur!
Í stuttu máli:
Dagsetning 10. maí
Hittast við Samskipahöll kl.18.00
Leggja af stað kl. 18.15
Matur um kl. 19
Miðaverð kr. 3.500
Banki: 537-26-170200
Kt. 531217-0200
Netfang: sp**********@gm***.com