Kvennareið í Sörla

Sörlakonur bjóða hestakonur úr Spretti og Sóta velkomnar í reiðhöllina á Sörlastöðum 4. maí 2016

Riðið verður frá höllinni í Sörla kl 18 á móti gestum og hittast allar við Maríuhella. Við Sprettskonur mætum við Reiðhöllina okkar kl. 18,30, þar sem boðið er uppá Bailys, leggjum svo af stað kl. 18,45 og hittum Sörlakonurnar við Maríuhella. 

Kl 20 verður grillveisla í höllinni í Sörla og að sjálfsögðu verður barinn opinn. Verð 2.500 kr.

Ekki láta þig vanta í þessa gleði! Að þessu sinni verður fjólublátt þema og hvetjum við alla að taka þátt í því.

Munum að skrá okkur í matinn. Skráning í síma 897-2919 virka daga milli 9:00 og 17:00, netfang sk**********@so***.is, 

Skráningu lýkur mánudaginn 2.maí.

 
sorlilogo
Scroll to Top