Knapaþjálfun með Bergrúnu!

Helgarnámskeið 18 og 19 jan.
Helgarnámskeiðin er hugsuð þannig að nemandinn fái sem flest „verkfæri“ til að bæta líkamsbeitingu sína, bæði á hestbaki en líka í gegnum æfingar/ æfingatækni sem hægt er að nota heima og/eða í ræktinni.
Námskeiðið er sett þannig upp að það byrjar á fyrirlestri, sem er um klukkustundar langur. Þar verður raðað niður í reiðtíma.
Hver knapi fer í svokallaða líkamsstöðugreiningu þar sem viðkomandi er skoðaður án hests. Horft er í líkamsstöðu, vöðvasamræmi knapa, hreyfifærni liða og annað sem getur mögulega haft áhrif á ásetu knapa og líkamsstöðu dags daglega.
Þessu eru svo hvoru tveggja fylgt eftir með tveimur reiðtímum – einkatímum, sem er hvor fyrir sig um 40mín. Þar sem áherslan er líkamsbeiting knapans og stjórn hans á hestinum.
Að auki er einn laufléttur æfingartími, ca 45 mín., þar sem farið er í styrktarþjálfun og teygjur sem mér finnst eiga erindi við alla knapa. Farið í æfingatækni sem getur nýst viðkomandi í ræktinni eða við hreyfingu dags daglega.
Scroll to Top