Kirkjureiðin til Seljakirkju

Það er árviss atburður vorsins, að hestafólk á höfuðborgarsvæðinu kemur ríðandi til guðsþjónustu í Seljakirkju. Nú í ár verður kirkjureiðin er sunnudaginn 11. maí

Lagt er af stað frá Víðidal við skiltið kl. 12:30. Komið er við í Heimsenda þar sem hópar sameinast og halda til kirkjunnar. Hestafólk frá Almannadal, Fjárborg, Víðidal og Sprettssvæðinu mætir þar ásamt jafnvel fleirum. Það hefur verið einkenni hópsins að þar eru oft heilu fjölskyldurnar. Í þessa reið geta börnin komið með.

Guðsþjónustan hefst kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson þjónar í guðsþjónustunni og Tómas Guðni Eggertsson er organisti. Brokk-kórinn syngur undir líflegri stjórn Magnúsar Kjartanssonar

Við kirkjuna er sett upp öruggt gerði með brynningu. Gæsla er við gerðið á meðan guðsþjónustan stendur. Kaffisopi er eftir guðsþjónustuna að sveitasið.

Njótum góðrar ferðar.
Allir velkomnir, á hestbaki eða ekki.

kirkjureið
Scroll to Top