Þjófar á ferð í Spretti!

Uppfært 10.2.2014 – Kerran er fundin og var það athugulir Sprettarar sem aðstoðuðu við að upplýsa málið!

Að gefnu tilefni viljum við biðja Sprettara um að vera vakandi fyrir óvenjulegri umferð í hverfinu okkar.

Kerra hvarf af kerrustæðinu fyrir neðan Heimsenda. Kerran er lítil, grá að lit og það var vatnstankur á henni. Ef einhver getur veitt upplýsingar um málið, vinsamlegast hafið samband við Sprettarann Sigfús A Gunnarsson í síma 892-5739.

Eftirtektasamir einstaklingar geta oft hjálpað til og aðstoðað við að upplýsa innbrots- og þjófnaðarmál.

nágrannavarsla
Scroll to Top