Keppnisnámskeið vor 2021

Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni hefst 10.apríl nk.

Kennari verður Rósa Birna Þorvaldsdóttir, reiðkennari frá Hólaskóla. Rósa Birna er þrautreyndur keppnis og kynbótaknapi, varð margfaldur Íslandsmeistar í yngriflokkum og riðið til úrslita á LM á árunum 2000-2008

Kennt verður í 2ja manna 40.mín tímum inni, þegar kennsla færist út á keppnisvellina munu tímarnir verða einkatímar.

Fyrsti tíminn verður laugardaginn 10.apríl, hann mun fara þannig fram að hver og einn mætir einn í 20.mín og Rósa mun svo raða saman í hópa, para saman tvo og tvo. Mikilvægt að hver og einn mæti tímanlega og hiti hestinn sinn upp fyrir sinn tíma.

Þegar búið verður að raða í tíma verður kennt á miðvikudögum í Samskipahöllinni og á keppnisvöllum Spretts. 

Áhorfendabann er í tímunum.

Verð fyrir hvern þátttakenda er 35.000kr.

Skráning er opin í gegnum Sportfeng.

Þeir sem vilja nýta sér frístundastyrki vinsamlega sendið tölvupóst á fr***********@********ar.is

Fræðslunefnd Spretts

Rósa Birna
Scroll to Top