Því miður náðist ekki að fá félagsjakkapöntunina í gegn fyrir Landsmót Hestamanna sem fram fer á Hellu nú í sumar. Ákveðið hefur verið að félagið haldi sig við að hafa Ástundarjakkana félagsjakka Spretts þó þeir verði ekki komnir í tæka tíð fyrir Landsmótið í sumar. Þeir sem vilja hætta við að panta félagsjakka og fá endurgreitt staðfestingargjaldið vegna þessa, geta haft samband við Lárus gjaldkera Spretts í gegnum tölvupóst gj*******@sp********.is. Við viljum hvetja fólk til að bíða eftir félagsbúningnum sem verður klár til afhendingar á haustdögum.
Til að koma til móts við okkur hefur Ástund samþykkt að lána okkur svarta keppnisjakka til að klæðast á mótinu. Sprettsmerkið verður saumað í jakkann. Ef fólk vill leigja jakka þá verður viðkomandi að vera í sambandi við Ástund fyrir vikulok. Kostnaðurinn á leigujökkunum er 4.900 krónur yfir þennan tíma sem LM er.