Keppnisárangur 2024

Sprettur óskar eftir upplýsingum um árangur Sprettara á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2024.

Óskum eftir upplýsingum um árangur í öllum flokkum fyrir keppnisárið 2024, barna, unglinga, ungmenna og fullorðinsflokkum, áhugamenn sérstaklega verðlaunaðir.

Árangursupplýsingar eiga að sendast til sp******@sp******.is á meðfylgjandi formi keppnisárangur 2024 í síðasta lagi fyrir miðnætti 27.október. Vinsamlegast vistið skjalið með nafni knapa.

Stjórn Spretts hefur uppfært reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólk Spretts.
Þetta eru reglurnar sem gilda fyrir árið 2024; https://sprettur.is/uppfaerd-vidmid-til-afreksverdlauna-spretts/

Eftirfarandi verðlaun verða veitt:
Besti keppnisárangur í barna, unglinga og ungmennaflokka bæði í stúlkna og drengja flokkum.
Íþróttakarl Spretts – atvinnumaður
Íþróttakarl Spretts – áhugamaður
Íþróttakona Spretts – atvinnumaður
Íþróttakona Spretts – áhugamaður.

Verðlaun verða veitt í barna og unglingaflokki á uppskeruhátíð barna og unglinga 5.nóv í veislusal Spretts.
Verðlaun í ungmenna og fullorðinsflokkum verða veitt á árshátíð Spretts, nánari upplýsingar síðar um dagsetningu.

 

Scroll to Top