Íslandsmót ungmenna og fullorðna

Íslandsmót ungmenna og fullorðinna var haldið 25.-28.júlí sl. á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Hestamannafélagið Sprettur átti nokkra fulltrúa í bæði ungmenna- og fullorðinsflokki á mótinu sem stóðu sig allir með stakri prýði.

Ungmenni Spretts áttu glæsilegar sýningar, bæði í forkeppni og í úrslitum, og uppskáru fjölmörg verðlaunasæti, þ.á.m. einn Íslandsmeistaratitil.

Guðný Dís Jónsdóttir og Hraunar frá Vorsabæ II urðu Íslandsmeistari í fjórgangi í Ungmennaflokki. Til úrslita í fjórgangi riðu 4 Sprettarar. Hulda María og Muninn urðu í 3.sæti og Hekla Rán á Grím í 5.sæti en hún reið einnig Flugu inn í úrslit. Sigurður Baldur og Garri urðu í 8.sæti.

Til A-úrslita í slaktaumatölti ungmenna riðu þrír Sprettarar. Sigurður Baldur varð annar á Lofti, Herdís Björg varð í 4.sæti á Kjarnveigu og Hulda María varð í 6.sæti á Lifra.

Til úrslita í tölti ungmenna riðu fjórir Sprettarar. Í A-úrslitum varð Guðný Dís í 2.sæti á Straum og Hekla Rán á Flugu varð í 3.sæti á Flugu frá Hrafnagili. Í B-úrslitum varð Sigurður Baldur á Trymbli í 9.sæti og Emilie á Kost í 10.sæti.

Í fullorðinsflokki héldu Jóhann Kristinn Ragnarsson, Kristófer Darri Sigurðsson, Hafþór Hreiðar Birgisson og Erlendur Ari Óskarsson uppi heiðri Sprettara. Tóku þeir þátt í skeiðgreinum og fimmgangi. Jóhann og Þórvör frá Lækjarbotnum urðu í 2.sæti í gæðingaskeiði og 6.sæti í 150m skeiði. Í fimmgangi urðu Kristófer Darri á Ás frá Kirkjubæ í í 5.sæti og Hafþór Hreiðar á Dal frá Meðalfelli í 9.sæti.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá Spretturum. Innilega til hamingju knapar!

Ungmenni
Tölt T1
2.sæti Guðný Dís Jónsdóttir og Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ
3.sæti Hekla Rán Hannesdóttir og Fluga frá Hrafnagili
9.sæti Sigurður Baldur Ríkharðsson og Trymbill frá Traðarlandi
10.sæti Emilie Victoria Bönström og Kostur frá Þúfum í Landeyjum
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Lifri frá Lindarlundi
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Skorri frá Vöðlum 
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Jarlhetta frá Torfastöðum
Hekla Rán Hannesdóttir og Grímur frá Skógarási

Tölt T2
2.sæti Sigurður Baldur Ríkharðsson og Loftur frá Traðarlandi
4.sæti Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kjarnveig frá Dalsholti
6.sæti Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Lifri frá Lindarlundi
Þórdís Agla Jóhannsdóttir og Laxnes frá Klauf
Emilie Victoria Bönström og Hlekkur frá Saurbæ
Emilie Victoria Bönström og Kostur frá Þúfum í Landeyjum
Guðný Dís Jónsdóttir og Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ

Fjórgangur V1
Íslandsmeistari Guðný Dís Jónsdóttir og Hraunar frá Vorsbæ II
3.sæti Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Muninn frá Bergi
5.sæti Hekla Rán Hannesdóttir og Grímur frá Skógarási
8.sæti Sigðurður Baldur Ríkharðsson og Garri frá Bessastöðum
Hekla Rán Hannesdóttir og Fluga frá Hrafnagili
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Loftur frá Traðarlandi
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Aðgát frá Víðivöllum fremri

Skeið 150m P3 ungmennaflokkur
4.sæti Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Sæla frá Hemlu II

Fimmgangur F1
8.sæti Herdís Björg Jóhannsdóttir og Skorri frá Vöðlum 
10.sæti Emilie Victoria Bönström og Hlekkur frá Saurbæ
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Jarlhetta frá Torfastöðum
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Myrkvi frá Traðarlandi

Gæðingaskeið PP1
5.sæti Guðný Dís Jónsdóttir og Ása frá Fremri-Gufudal
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Skorri frá Vöðlum 
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Jarlhetta frá Torfastöðum
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Kjarkur frá Traðarlandi
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Urla frá Pulu  

Fullorðnir
Fimmgangur F1
5.sæti Kristófer Darri Sigurðsson og Ás frá Kirkjubæ
9.sæti Hafþór Hreiðar Birgisson og Dalur frá Meðalfelli
Hafþór Hreiðar Birgisson og Þór frá Meðalfelli

150m skeið P3
6.sæti Jóhann Kristinn Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum
Erlendur Ari Óskarsson og Hrafnkatla frá Ólafsbergi

100m flugskeið P2
Erlendur Ari Óskarsson og Örk frá Fornusöndum
Jóhann Kristinn Ragnarsson og Gnýr frá Brekku
Kristófer Darri Sigurðsson og Gnúpur frá Dallandi

250m skeið P1
Kristófer Darri Sigurðsson og Gnúpur frá Dallandi

Gæðingaskeið
2.sæti Jóhann Kristinn Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum
Hafþór Hreiðar Birgisson og Náttúra frá Flugumýri

Scroll to Top