Íslandsmót barna og unglinga fór fram á nýju og glæsilegu keppnissvæði Sörla í Hafnarfirði 17.-20.júlí.
Fjölmargir ungir Sprettarar tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði. Gaman var að sjá bæði reyndari unga keppnisknapa taka þátt sem og þá sem voru að stíga sín fyrstu skref á stórmóti.
Kristín Rut Jónsdóttir átti frábært mót og uppskar hvorki meira né minna en fjóra Íslandsmeistaratitla í barnaflokki – tölti, fjórgangi, gæðingatölti og samanlagður fjórgangssigurvegari.
Elva Rún Jónsdóttir varð einnig Íslandsmeistari í tölti unglinga.
Hilmir Páll Hannesson reið til A-úrslita í tölti, slaktaumatölti barna og gæðingatölti, einnig til B-úrslita í fjórgangi.
Eyvör Sveinbjörnsdóttir reið til A-úrslita í tölti og fjórgangi barna.
Ragnar Dagur Jóhannsson reið til B-úrslita í tölti og Sigursteinn Ingi Jóhannsson reið til B-úrslita í barnaflokki í gæðingakeppni.
Kristín Rut Jónsdóttir reið til A-úrslita í slaktaumatölti barna.
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir reið til A-úrslita í fimmgangi og til B-úrslita í slaktaumatölti unglinga. Hún varð einnig í 3.sæti í gæðingaskeiði unglinga og náði frábærum tíma í 100m skeiði 7,84 sek.
Apríl Björk Þórisdóttir reið til A-úrslita í tölti unglinga og til B- úrslita í fimmgangi.
Elva Rún Jónsdóttir reið til A-úrslita í fjórgangi og fimmgangi unglinga og varð fimmta í gæðingaskeiði unglinga ásamt því að ná góðum tíma í 100m skeiði 8,26 sek. Hún reið einnig til A-úrslita í Gæðingatölti og B-úrslita í unglingaflokki í gæðingakeppni og
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir náði frábærum tíma í 100m skeiði unglinga 8,04 sek.
Í heildina kepptu 15 ungir Sprettarar á Íslandsmóti barna og unglinga, það voru þau:
Apríl Björk Þórisdóttir
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir
Elva Rún Jónsdóttir
Eyvör Sveinbjörnsdóttir
Hilmir Páll Hannesson
Hulda Ingadóttir
Íris Thelma Halldórsdóttir
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir
Katla Grétarsdóttir
Kristín Rut Jónsdóttir
Kári Sveinbjörnsson
Lilja Berg Sigurðardóttir
Lilja Guðrún Gunnarsdóttir
Ragnar Dagur Jóhannsson
Sigursteinn Ingi Jóhannsson
Í barnaflokki riðu ungir Sprettarar 9 sinnum til A-úrslita og 3 sinnum til B-úrslita.
Í unglingaflokki riðu ungir Sprettarar 6 sinnum til A-úrslita og 3 sinnum til B-úrslita ásamt því að standa ofarlega í skeiðgreinum.
Meðfylgjandi mynd er af fjórfjöldum Íslandsmeistara Kristínu Rut Jónsdóttur á Straum frá Hofsstöðum, Garðabæ. Enn fleiri myndir er að finna á fb síðu Spretts. Allar myndirnar eru teknar af Önnu ljósmyndara og eru myndirnar til sölu, hægt er að senda á hana póst á an***@***ir.is
Sannarlega glæsilegur árangur hjá ungum Spretturum sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni!