Innheimta félagsgjalda Spretts 2013

Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldi hestamannafélagsins Spretts hafa verið póstlagðir og koma auk þess fram í heimabanka viðkomandi. Ásamt greiðsluseðli fylgdi meðfylgjandi bréf til frekari skýringar:

Efni:  Innheimta félagsgjalda 2013

Við stofnun Hestamannafélagsins Spretts voru félagaskrár Andvara og Gusts sameinaðar, og félagar þeirra skráðir sem stofnfélagar í hinu nýja félagi.

Á aðalfundi Hestamannafélagsins Spretts sem haldinn var 19.02.2013 var samþykkt eftirfarandi tillaga að félagsgjöldum fyrir árið 2013:

„Aðalfundur Hestamannafélagsins Kjóavöllum, haldinn 19. febrúar 2013 í Glaðheimum, samþykkir að félagsgjald fyrir 2013 verði eftirfarandi: 

18 ára – 21 árs greiði kr. 4.000

22 ára – 67 ára greiði kr. 8.000

Öryrkjar og aðrir félagsmenn verði gjaldfríir. 

Félagsgjöld skulu greidd í fyrir 1. apríl skv. 5.gr. laga félagsins.“

Meðfylgjandi er greiðsluseðill fyrir félagsgjaldi og er athygli vakin á eindaga hans.

Í  5. grein laga félagsins segir:  „Félagar, sem ekki greiða félagsgjald fyrir 1. apríl ár hvert, hafa ekki rétt til að taka þátt í keppnum á vegum félagsins né réttindi á fundum þess á yfirstandandi starfsári (sem er hið sama og reikningsár félagsins), fyrr en þeir hafa greitt skuld sína. Að öðrum kosti falla þeir úr félagsskrá 10. apríl ár hvert.“ 

Scroll to Top