Skip to content

Hulda keppir á Youth Cup

FEIF Youth Cup, sem fer fram í Sviss, hefst í dag! Youth Cup er æskulýðsviðburður á vegum FEIF (heimssamtaka um íslenska hestsins) og er haldið annað hvert ár. Viðburðurinn er fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Sótt var um þátttöku til LH sem valdi knapa í lið fyrir hönd Íslands og með þeim fóru út tveir fararstjórara. Knaparnir flugu út til Sviss á fimmtudaginn síðasta og hafa nýtt tímann vel til að kynnast hrossunum og aðstæðum þar úti. Í dag hefst svo keppnin og er hægt að fylgjast með henni í IceTest smáforritinu.

Ungi Sprettarinn Hulda Ingadóttir var valinn til þátttöku á Youth Cup fyrir hönd Íslands. Við óskum Huldu góðs gengis á mótinu og fylgjumst spennt með!