Heyefnagreining

Til félaga í Hestamannafélaginu Sprett

Efnagreining ehf. býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn. Tvennskonar greiningar eru í boði, minni greining kostar 5630.- kr án vsk og stærri greining kostar 11332.- kr án vsk . Minni greiningin er með orkuefnagreiningum (Meltanleiki, prótein, tréni, sykur, hestafóðureiningar) og útreikningum á heygjöf á dag pr hest útfrá ykkar heyi. Í stærri greiningunni bætist við helstu stein- og snefilefni.

Þið setjið heyið í poka (100-200 gr hvert sýni )fer eftir hversu þurrt heyið er. Merkið með nafni, heimilisfangi, kt og tölvupóstfangi .

Efnagreining verður á félagssvæði Spretts sunnudaginn 9. febrúar kl. 13.30 og verður í hesthúsinu hjá Nínu Maríu og Guðrúnu Elínu á Fluguvöllum 4 (Andvaramegin) að taka við heysýnunum til klukkan 14:10.

Ef ykkur vantar nánari upplýsingar þá er síminn hjá Efnagreiningu s. 6612629 og tölvupóstfang [email protected]

Meðfylgjandi er niðurstöðublað sem sýnir niðurstöður í stærri greiningu og einnig viðmið

Scroll to Top