Skip to content

Hestaíþróttir yngri flokkar

Boðið verður upp á námskeið fyrir börn og unglinga og er ætlað þeim sem vilja sækja almennt reiðnámskeið þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í reiðmennsku. Námskeiðið hentar einnig fyrir þau sem hafa sótt pollanámskeið og vilja stíga næsta skref í sinni reiðmennsku. Miðað er við að nemendur geti stjórnað sínum hesti sjálf og riðið á tölt/brokk hraða. Viðmiðunaraldur er 7 til 14 ára. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu.

Á námskeiðinu verður farið yfir ásetu, stjórnun, gangtegundir, allskonar æfingar og leiki. Markmiðið er að bæta sig og hestinn sinn og hafa gaman.

Kennsla hefst 7.maí og verður kennt á þriðjudögum í Húsasmiðjuhöll milli kl.16:30-18:00, 45mín hver tími.

4-6 saman í hóp. 4 skipti. Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir. Verð er 11.000kr. Skráning er opin og fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur. Nánari upplýsingar hjá fraedslunefnd@sprettarar.is

https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjkwMzM=