Hestadagar um helgina

Hestadagar í Reykjavík eru núna um helgina og er markmiðið að auka vitund fólks á hestamennskunni. Föstudaginn 5.apríl verða hesthús opin fyrir gesti og gangandi í hestamannahverfinu frá klukkan 17-19. Þeir sem vilja bjóða fólk velkomið í heimsókn er hvatt til að merkja húsið með blöðrum. Einnig verða hestateymingar í boði í reiðhöllinni á Kjóavöllum. Klukkan 18 verða börn og unglingar í Spretti með atriði fyrir viðstadda og verður boðið upp á kjötsúpu og drykki fyrir gesti.

Á laugardaginn 6. apríl kl 13:00 verður hin árlega skrúðreið frá BSÍ þar sem hestamönnum í hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að taka þátt. Riðið er frá BSÍ, upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargata að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljómskálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ.

Hægt er að skrá mætingu í reiðina í viðburði sem stofnaður hefur verið á Facebook síðu félagsins eða með því að senda tölvupósti á [email protected].

Tengiliður Sprettara vegna hópreiðar um miðbæinn er Hermann Vilmundarsson sími: 894-4546.

Sunnudagurinn verður svo tileinkaður æskunni með sýningunni Æskan og hesturinn. Sjá frekari upplýsingar um Æskuna og hestinn.

Frekari dagskrá Hestadaga má sjá á fyrri frétt um viðburðinn.

Sprettarar, fjölmennum á þennan skemmtilega viðburð.

Sjáumst á Hestadögum.

Scroll to Top