Helgarnámskeið með Antoni Páli Níelss. 28.jan og 29.jan 2017

Laugardaginn 28.janúar og sunnudaginn 29.janúar 2017 mun Sprettur halda námskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni.
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross frá Syðra-Holti í Svarfaðardal.
Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni. Hann er án efa einn af allra bestu reiðkennurum landsins.
Kennslan fer fram í Hattarvallahöllin. Kennslan fer fram í einkatímum báða dagana. Mælst er til þess að nemendur fylgist með kennslu hjá samnemendum sínum.

Tveir valmöguleikar á kennslu eru í boði:
2x25mín einkatími – laugardag og sunnudag
eða 1x50mín einkatími – laugardag og sunnudag.
Einungis eru í boði 8 pláss.
Verð kr.32.000 kr pr þátttakenda.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.
Fræðslunefnd Spretts

Anton Páll Níelsson
Scroll to Top