Fræðslunefnd Spretts er ekki af baki dottin og heldur áfram að bjóða uppá ýmiskonar námskeið og nú bjóðum við uppá helgarnámskeið hjá Jóhanni Kr Ragnarssyni helgina 1.-3 apríl.
Jóhann þarf vart að kynna fyrir hestafólki, hann hefur staðið sig frábærlega bæði á keppnisvellinum og við sýningar á kynbótahrossum einnig er Jói Íþróttamaður Spretts 2015
Kennt verður í einkatímum.
Verð er 25.000kr fyrir hvern þátttakenda.
Skráð er í gegnum Sportfeng.
Fræðslunefnd Spretts