Æskulýðsnefnd Spretts kynnir helgarferð fyrir unga Sprettara til Hauks og Randi á Skáney í Borgarfirði helgina 27.-28.september nk.
Skráning verður opin frá 3.sept. til og með 10.sept. Lágmarksþáttaka eru 10 börn/unglingar og 8 pollar. Ath! Skráningu lýkur á miðnætti 10.sept. Skráning fer fram á abler.io. Beinn hlekkur hér: Hestamannafélagið Sprettur | Hestamannafélagið Sprettur | Námskeið | Abler
Ferðin verður sambland af gríni, gleði, hestafimi, sætisæfingum, reiðtímum og kvöldvöku.
Börn og unglingar (10-17 ára) mæta snemma á laugardegi, gista aðfararnótt sunnudags og fara heim eftir hádegi á sunnudegi. Pollar (6-9 ára) mæta kl.13 á laugardag og eru fram á kvöld (gista ekki). Nauðsynlegt er að fullorðinn einstaklingur fylgi með pollum. Sameinast verður í bíla. Nánari ferðaupplýsingar verða sendar út eftir að skráningu lýkur.
Dagskrá dagur 1
•10:00–13:00 Börn/unglingar – hestafimi
•13:00–14:00 Matur
•14:00–17:00 Pollar – hestafimi
•18:00 Kvöldmatur
•21:00 Kvöldsnarl
Dagskrá dagur 2
•09:00 Morgunmatur
•10:00–11:00 Reiðtími börn/unglingar
•11:00–12:00 Reiðtími börn/unglingar
•12:00 Matur og heimferð
Verð:
•Pollar: 9.000 kr.
•Unglingar: 21.000 kr.
Fyrir allar nánari upplýsingar – thordis (hja) sprettur.is