Skip to content

Heimsmeistaraheimsókn

Mánudaginn 30.okt. nk. efnir Æskulýðsnefnd Spretts til HEIMSMEISTARAHEIMSÓKNAR. Farið verður í heimsókn til Jóhönnu Margrétar Snorradóttur á Árbakka. Eins og frægt er orðið var Jóhanna Margrét glæsilegur fulltrúi íslenska landsliðsins á síðastliðnu heimsmeistaramóti þar sem hún varð tvöfaldur heimsmeistari á hesti sínum Bárði frá Melabergi. Jóhanna Margrét mun taka á móti hópnum, sýna okkur hesta sína og spjalla um heimsmeistaramótsævintýrið. Á heimleiðinni verður stoppað á veitingastaðnum Ölverk í Hveragerði og boðið upp á pizzahlaðborð.

Mæting við Samskipahöllinna kl.16:30 mánudaginn 30.okt. Áætluð heimkoma um 21:30-22:00. Farið verður á einkabílum og er æskulýðsnefnd vel útbúin bílum. Öllum þátttakendum verður tryggt pláss. Þeir foreldrar/forráðamenn sem einnig geta keyrt eru velkomnir með og mega gjarnan láta vita á aeskulydsnefnd@sprettarar.is. Ferðin er ókeypis fyrir unga Sprettara en nauðsynlegt er að skrá sig á aeskulydsnefnd@sprettarar.is í síðasta lagi laugardaginn 28.okt. svo hægt verði að tryggja öllum pláss í bílum.