Haustfréttir frá Stjórn Spretts 

Nú þegar haustið er gengið í garð viljum við í stjórn Spretts líta yfir farinn veg draga saman helstu verkefni sumarsins.
Áhersla á bættan rekstur Stjórn hefur haldið vel um taumana á fjármálunum sem af er ári með góðum árangri fyrir félagið okkar.
Skipulagsmál komu inn á borð stjórnar um mitt sumar en Kópavogsbær setti auglýsingu í blöðin sem tengdist breyttu skipulagi á Kjóavöllum og nærumhverfi Spetts. Stjórn varði miklum tíma í að skrifa andmæli við fyrirætlanir bæjarins sem sendar voru inn í samráðsgáttina þann 1. september. Einnig sendi öryggisnefnd, sjálfbærninefnd og reiðveganefnd inn athugasemdum sem og fjöldinn allur af félagsmönnum. Stjórn fundaði með bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs vegna málsins 13. ágúst síðastliðinn til að fá betri skýringu á fyrirætlunum bæjarins. Ekkert frekar er að frétta af þessu máli eins og sakir standa.
Innviðauppbygging í Spretti er í vinnslu og fundaði stjórn Spretts með bæjarstjóra Garðabæjar, formanni bæjarráðs Garðabæjar, Bæjarstjóra Kópavogs og formanni bæjarráðs Kópavogs í september. Þar kynnti Sprettur óskir félagsins til stækkunar mannvirkja á félagssvæðinu og óskaði eftir aðkomu bæjarfélaganna að slíku verkefni. Nú liggja bæjarfélögin undir feld en vonir eru um að fá jákvæð viðbrögð frá bæjarfélögunum og í kjölfarið er hægt að halda félagsfund vegna málsins vonandi fyrir áramót.
Samstarf við Samskip var framlengt til ágúst 2027 og tryggir áframhaldandi öflug samstarf og stuðning við starfssemi félagsins.
Októberfest fyrir Sjálfboðaliða verður haldið í Samskipahöllinni þann 10. október næstkomandi þar sem við ætlum að eiga gott og skemmtilegt kvöld saman. Það er viðburður á Facebook og hvetjum við nefndarfólk til að merkja sig inn á viðburðinn: https://fb.me/e/8d9YxC0qn

Sjálfboðaliðar í Spretti telja 20 nefndir en þrátt fyrir það þá erum við alltaf til í að bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna í hópinn. Nýverið settum við út frétt og buðum fleiri félagsmenn velkomna, ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfinu, þá er hægt að skrá sig hér: https://forms.gle/LfgjxYhvsKTy3KE87

Tímabil uppskeruhátíða er framundan bæði hjá Spretti, ungum Spretturum og hrossaræktarnefndinni. Öll slík dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Metamót Spretts fór fram dagana 5.–7. september á Samskipavelli. Þar var keppt í gæðingakeppni, tölti og skeiði og þátttaka var góð. Öflugur hópur félagsmanna stóð vaktina á mótinu og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.
Æskulýðsstarfið hefur verið öflugt og frábær dagskrá verður í vetur m.a. var nýlega farið í helgarferð fyrir unga Sprettara á Skáney í Borgarfirði og í nóvember verður farið til Svíþjóðar á hestasýningu svo eitthvað sé nefnd.
Námskeið eru að fara af stað og verið þau fjölbreytt, þar á meðal vinsæl frumtamninganámskeið, knapamerkjanámskeið og reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna. Bókleg knapamerki verða kennd í lok september og fram í október/nóvember.
Móttaka á plasti hefur verið í boði fyrir félagsmenn, þar sem tekið er á móti heyrúlluplasti til endurvinnslu. Sjálfbærninefndin hefur staðið fyrir því að auglýsa dagsetningarnar og vera á staðnum og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.
Viðhald og endurbætur á aðstöðu félagsins hafa verið í forgangi, bæði í reiðhöllum og á félagssvæðinu. Nokkuð hefur verið að gera hjá Reiðveganefnd í sumar og nýjar leiðir litið dagsins ljós. Nefndin mun kynna það betur á næstu misserum.
Félagið er áfram á almannaheillaskrá, sem þýðir að einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt félagið og fengið skattfrádrátt fyrir framlög. Þetta er ómetanleg leið fyrir félagið okkar til að fá stuðning til áframhaldandi góðra verka.
Framundan er vetrarstarfið með fjölbreyttum námskeiðum og viðburðum. Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast með fréttum og dagskrá á heimasíðu félagsins og á Facebook Hestamannafélagsins Spretts og taka virkan þátt í starfinu okkar.
Að lokum viljum við þakka öllum félagsmönnum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir ómetanlegt framlag til félagsins á liðnu tímabili. Samstaða og jákvæðni hefur einkennt starfið og við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs á komandi vetri.
Með bestu kveðju,
Stjórn Spretts
Scroll to Top