Skemmtilegasta mót ársins fer fram 18 janúar nk ! Dragið fram búningana og skerpið á gæðingunum 🤠
Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn í hverjum flokki og einnig fyrir þann sem sullar minnst úr sínu glasi eftir 3 hringi á tölti.
Frábært tækifæri til að tefla fram sínum gæðing. Þetta er ekki keppni í fótaburði heldur mýkt og samvinnu hests og knapa og auðvitað að vinna nágrannann með besta búningnum 😎
Hlökkum til að sja öll taka þátt og hafa gaman saman 🥳
Skráning fer fram samdægurs milli klukkan 11-12 á 2. hæð í reiðhöllinni.
Flokkarnir eru:
Pollaflokkur
Börn ríða sjálf að 12 ára aldri
Börn/unglingar (12-17 ára)
Konur
Karlar
Mótið hefst klukkan 16:30 á Pollaflokki.
