Fyrirlestur um Knapaþjálfun

Minnum á fyrirlesturinn í kvöld, sem haldin er sameiginlega af öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirlesturinn verður haldinn í Harðarbóli, hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ, og hefst kl.19:00. Þar mun reiðkennarinn Bergún Ingólfsdóttir fjalla um knapaþjálfun, áhugaverður fyrirlestur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!

Mánudaginn 17. Febrúar næstkomandi ætlar Bergrún Ingólfsdóttir að gefa hestamönnum innsýn inní Knapaþjálfun sem er námskeið sem hún hefur haldið um land allt. Fyrirlesturinn er haldin í Harðarbóli (Hestamannafélaginu Herði) kl 19:00. Bergrún er menntaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera Einkaþjálfari frá ÍAK. Hún kenndi Knapaþjálfun við Háskólann á Hólum í fjögur ár og var einmitt hluti af því teymi sem sá um að þróa áfangann.
Í fyrirlestrinum er farið yfir áherslur í kennslu Knapaþjálfunar, hverju ber að huga að þegar bæta á líkamsstöðu sína á hestbaki, orsakir og afleiðingar vissrar líkamsbeytingar og hvernig við gerum varanlegar breytingar.

Þessi viðburður er haldin af hestamannafélögunum á höfuðborgasvæðinu, sem eru í samstarfi í vetur að skipuleggja fræðsluviðburði!

Mælum svo sannarlega með að hestamenn fjölmenni á þennan fyrirlestur!

Verð fullorðnir: 1500kr
Verð börn/unglingar og ungmenni: 1000kr

Scroll to Top