Frumtamninganámskeið haust 2025

Róbert Petersen reiðkennari verður með vinsælu frumtamningarnámskeiðin sín í Spretti í haust. Námskeiðið hefst mánudaginn 29. september 2025 og er fyrsti tíminn bóklegur tími á 2.hæð Samskipahallarinnar, þar sem allir hóparnir mæta á sama tíma kl.18:00.
​Verklegir tímar hefjast svo þriðjudaginn 30.september og þá kemur hver þátttakandi með sitt trippi. Í boði verða tímasetningar kl.17-18, 18-19, 19-20 og 20-21.
​Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s:
​-Atferli hestsins
​-Leiðtogahlutverk
​-Fortamning á trippi
​-Undirbúningur fyrir frumtamningu
​-Frumtamning
​Bóklegir tímar: 1
​Verklegir tímar: 11
​Tímar: 3x í viku – mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar í 4 vikur
​Staðsetning: Samskipahöllin, rennan/anddyri og hólf 1
​Verð: 68.000.-
​Fjórir nemendur verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12-16 þátttakendur (3-4 hópar).
​Bóklegur tími verður sameiginlegur fyrir allan hópinn og verður haldinn kl.18 mánudaginn 29.september á 2.hæð Samskipahallarinnar, allir hóparnir mæta á sama tíma í bóklegan tíma.
​Verkleg kennsla verður í Samskipahöllinni, byrjað verður frammi í rennunni og svo færist
​námskeiðið inn í reiðhöllina, hólf 1. Mælt er með því að nemendur fylgist með öðrum og læri þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.
​Námskeiðið er opið fyrir alla félaga í hestamannafélögum en Sprettsfélagar ganga fyrir. Skráning er opin og fer fram á abler.io. Beinn hlekkur hér: https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDU4ODU=
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þórdísi – thordis(hja)sprettur.is
Scroll to Top