Fréttabréf frá framkvæmdastjóra og stjórn

Kæru félagsmenn. Nú þegar vetrarvertíðin er í hámæli er gott að fara yfir það helsta sem er á döfinni næstu 2 vikurnar. Tíðin hefur verið risjótt eins og gengur á þessum árstíma en óvenju lítill snjór svona framan af vetri. Mokstur hefur gengið vel og erum við í góðu samstarfi við Fák í þeim efnum. Við reynum eftir fremsta megni að halda leiðum um svæðið opnum. Þann 14.02 var Grunnuvatnaleið mokuð og einnig var mokað upp hjá Guðmundalundi og hringinn í kringum vatnið.

Viðburðir

Margir viðburðir hafa verið undanfarið í Samskipahöllinni. Fimmtudagskvöldið 14.02 fór fram Slakaumatölt í Meistaradeildinni. Laugardaginn 16.02 fóru fram Sveitaleikar á vegum æskulýðsnefndar Spretts. Þetta var liðakeppni fyrir fjölskyldur þar sem keppendur etja saman kappi við eggjahlaup, stígvélakast og pokahlaup sem og annað skemmtilegt. Boðið var uppá verðlaun fyrir búninga og tilþrif.

Á sunndaginn 17.02 voru síðan fyrstu vetrarleikar Spretts. Keppt var í fjölmörgum flokkum sem sjá má á heimasíðu félagsins. Vetrarleikarnir eru fyrir alla skuldlausa félagsmenn. Yfir 130 skráningar bárust og var sérstaklega ánægjulegt að sjá allan þann fjölda sem kom í polla og barnaflokk. Þessir knapar eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Létt var yfir mannskapnum og fjölmargir sem lögðu leið sína í Samskipahöllina til að fylgjast með. Myndir frá viðburðinum má sjá á facebook síðu Sprettara. Við hvetjum alla Sprettara að skoða reglulega heimasíðununa sem og facebook síðuna þar sem ýmsar upplýsingar og tilkynningar má finna. Auk allra þessa viðburða var mikið álag á höllinni vegna æfingartíma fyrir Equsanadeildina.

http://sprettarar.is/frettir/1685-fyrstu-vetrarleikar-spretts

Í þessari viku eru síðan margir viðburðir svo sem Gamanferða fimmgangur í Equsanadeildinni þann 21.02, Blue Lagoon mótaröðin, sem er fyrir börn, unglinga og ungmenni er síðan með keppni í fimmgangi 22.02, og síðan er laugardagsreiðtúr þann 23.02 kl. 13:30 frá reiðhöllinni eins og aðra laugardaga fram á vor.

Viðburðadagatal Spretts má finna á heimasíðu félagsins. Hægt er að sjá hvenær höllin er opin til æfinga í dagatalinu. Reynt er að gæta þess að uppfæra dagatalið jafnóðum og er það birt með fyrirvara um breytingar.

http://sprettarar.is/reidholl-allir-vidburdir

Mikið er að gera í námskeiðahaldi bæði fyrir börn, unglinga og fullorðna. Upplýsingar eru að finna inná heimasíðu Spretts sem og á facebook síðu félagsins.

Húsamsmiðjuhöllin er alltaf opin fyrir félagsmenn sem hafa aðgangslykla frá 17-20. Hægt er að sjá bókanir í hana einnig í viðburðardatalinu hér að ofan.

Viltu taka þátt?
Það er af nægu að taka í verkefnum fyrir stjórn og framkvæmdastjóra og hvetjum við áhugsama félagsmenn að hafa samband ef menn vilja taka þátt í starfi fyrir félagið. Það eru margar nefndir að störfum og mikilvægt að virkja sem flesta félagsmenn í starfið. Þær nefnir sem eru starfandi má sjá á heimasíður félagsins, http://sprettarar.is/felagidh, netfang framkvæmdastjóra er: ma******@sp******.is. Settir hafa verið upp fastir viðtalstímar hjá framkvæmdastjóra en þeir eru: mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-11 í Samskipahöllinni.

Scroll to Top