Landsmótsnefnd hefur starfað fyrir félagið og undirbúið ýmis atriði fyrir keppendur félagsins, hér eru nokkrir punktar sem gott er fyrir félagsmenn sem eru á leið á Landsmót að vita af.
Ef eh spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við Erlu Guðný kr***@si****.is eða Lilju Sig. gl*@si****.is
Aðstaða á Sprettssvæði fyrir landsmótsfara
$1– Hesthús á Heimsenda 1, ef fólki vantar pláss fyrir hrossin sín fram að Landsmóti er hægt að fá pláss.
$1– Girðing sem hægt er að nýta sér stutta stund í einu (ekki næturhólf).
Búið er að reka niður staura en á eftir að ,,spotta“ hana. Hugsunin var að landsmótsfarar tækju sig saman og kláruðu það verk.
Keppnisbúnaður
$1– Hægt er að leigja svarta keppnisjakka hjá Ástund
$1– Ef eh. vantar stígvél, hvítar reiðbuxur – félagar tala sig saman um þau mál, til í mörgum hesthúsum
$1– Sprettsmerkið í félagsjakkana – er í vinnslu, verður auglýst þegar það verður tilbúið
$1– Grátt bindi/slifsi
Aðstaða fyrir hesta á ,,landsmótsstað“
$1– Árbæjarhjáleiga II stendur til boða fyrir landsmótshesta, bæði inni-og útiaðstaða, börn, unglingar og ungmenni ganga fyrir með þessi pláss.
$1– Mögulegt er að fá aðstöðu á sérstöku tjaldstæði fyrir keppendur og keppnishross á sama stað á mótsstað
$1– Þeir hestar sem ekki munu halda áfram í milliriðla geta fengið útiaðstöðu/beit fyrir keppnishesta sína hjá Brynju Viðarsd. í Holtsmúla eða Lilju Sigurðard í Kaldárholti
$1– Þátttakendur tali sig saman með flutning á svæði og á milli staða.
Æfingar fyrir Landsmót og á Landsmóti
$1– 2-3 æfingar verða á Sprettsvellinum fyrir Landsmót, framhald af keppnisnámskeiði sem boðið var uppá í vetur fyrir börn, unglinga og ungmenni, hvetjum alla í þessum flokkum að nýta sér þessa aðstoð.
$1– 1-2 æfingar verða á Landsmótsstað (lau/sun fyrir Landsmót)
$1– Aðstoð á keppnisdegi á LM
Landsmótsnefnd Spretts