Framlengdur skráningafrestur á fjórgangsmót Blue Lagoon og Útfararstofu Íslands

Búið er að taka frá æfingatíma fyrir keppendur á fjórgangsmóti Útfararstofu Íslands í Blue Lagoon mótaröðinni. Æfingatíminn er frá 14.45 – 16.45 í dag, miðvikudag 6. febrúar. Þar af leiðandi höfum við ákveðið að framlengja skráningarfrest á mótið til kl. 20 í dag, miðvikudag 6. febrúar.

Mótið verður haldið föstudaginn 8. febrúar en keppt verður í fjórgangi og þrígangi pollaflokki.

Eftirfarandi flokkar og greinar eru í boði:

Pollaflokkur fyrir polla sem ríða sjálfir (6 – 9 ára) – þrígangur

Barnaflokkur minna vanir (10 – 13 ára) – fjórgangur V5

Barnaflokkur meira vanir (10 – 13 ára) – fjórgangur V2

Unglingaflokkur (14 – 17 ára) – fjórgangur V2

Ungmennaflokkur (18 – 21 árs) – fjórgangur V2

Í þrígangi sýna keppendur hægt til milliferðar tölt, hægt til milliferðar brokk og fet. Í fjórgangi V5 sýna keppendur frjálsa ferð á tölti, hægt til milliferðar brokk, fet og hægt til milliferðar stökk. Í fjórgangi V2 sýna keppendur hægt tölt, hægt til milliferðar brokk, fet, hægt til milliferðar stökk og yfirferðartölt.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng en skráningargjöld eru eftirfarandi:

2500 kr. fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk

1000 kr. fyrir pollaflokk

2 – 3 knapar eru inná í einu og riðið er eftir þul. 6 efstu knapar eftir forkeppni fara í úrslit en ekki verða riðin B – úrslit. Vegleg verðlaun verða í öllum flokkum. Í pollaflokki eru ekki riðin úrslit en allir knapar fá viðurkenningu.

Knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu.

Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni föstudaginn 8. febrúar.

-Blue Lagoon nefndin

bláa lónið
Scroll to Top