Á mánudaginn, 10.febrúar, verður lögð 180mm vatnslögn sem þverar reiðstíg við hestahúsahverfið við hestamannafélagið Sprett, sjá mynd hér fyrir neðan.
Þetta er hluti af verkefni Kjóavellir – Hesthúsahverfi á vegum Garðabæjar. Verktakinn er Óskatak en vinnuflokkur Veitna mun einnig koma að greftrinum þar sem skurðurinn þverar háspennustreng. Það sem svæðið er mjög blautt verður verktakinn klár með vatnsdælu ef þess þarf. Afsakið óþægindin sem þetta kann að valda. Þökkum tillitssemina.