Hrossaræktarfélag Spretts býður félagsmönnum sínum og öðrum áhugamönnum um hrossarækt uppá forskoðun kynbótahrossa í Samskipahöllinni laugardaginn 9.febrúar kl 08-12 ann 9. febrúar.
Dómari verður hinn valinkunni Kristinn Hugason fyrrverandi hrossaræktarráðunautur Íslands.
Við skráningu þarf að gefa upp: IS númer, nafn,lit foreldra og ræktenda. Skráningargjald er 1500 kr fyrir félagsmenn í Hrossaræktarfélagi Spretts, 2000 kr fyrir aðra. Greitt skal með reiðufé á staðnum.
Skráning hjá: ha******@mi.is í síðasta lagi 7.febrúar kl 20.
Olil Amble heldur fræðsluerindi um hrossarækt og fleira kl 12-13 í salnum, veitingar í boði.