Forkeppni lokið

Glæsilegri og æsispennandi forkeppni lokið í Víking fjórgangi í Gluggar og Gler deild Spretts. Nú hafa 42 knapar lokið keppni og því ljóst hvaða 7 knapar ríða úrslit núna eftir 30 mínútur. Forkeppnin gekk frábærlega, mikið um glæsihross og góða reiðmennsku. Frábær mæting er í höllina en áætlað er að um 700 manns sitji á pöllunum.

Þeir sem ríða úrslit á eftir eru:

1. Halldóra Baldvinsdóttir / Tenór frá Stóra-Ási: 6,7 – 3 Frakkar
2. Játvarður Jökull Ingvarsson / Röst frá Lækjamóti: 6,6 – Margrétarhof
3-4. Hrafnhildur Jónsdóttir / Kraftur frá Keldudal: 6,23 – Mustad
3-4. Viðar Þór Pálmason / Mön frá Lækjamóti: 6,23 – Margrétarhof
5. Jón Steinar Konráðsson / Veröld frá Grindavík: 6,2 – Kæling
6-7. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir / Skjálfti frá Langholti: 6,17 – Barki
6-7. Hrefna Hallgrímsdóttir / Penni frá Sólheimum. 6,17 – Vagnar og Þjónusta

viking
Scroll to Top