Félagsheimilið selt: Margar hendur vinna létt verk

Kæru Sprettarar,

Nú þurfum við á sem flestum höndum að halda. Stjórn félagsins hefur gengið frá sölu á félagsheimilinu að Hattarvöllum og nú þarf að hreinsa út
þau verðmæti sem við eigum þar og gera húsið klárt til afhendingar.

Föstudaginn 16 janúar kl. 17:00 hefjumst við handa og ef margir svara kalli ætti þetta að taka mest um 2 klukkutíma.

Meðal þeirra verðmæta sem er í húsinu eru forláta kaffi- og matarstell merkt Andvara. Stjórnin hefur ákveðið að þeir sem hafa áhuga geta fengið
gefins merkta stellið. Tilvalið til að nota í hesthúsið eða bara til að eiga til minninga.

Vonumst til að sjá sem flesta á föstudaginn kl. 17:00

kær kveðja
stjórnin

hattarvellir
Scroll to Top