Félagsbúningur Spretts

Búninganefnd Spretts hefur verið að vinna í að móta félagsbúninginn.

Þar sem við viljum helst að félagsmenn klæðist félagsbúningnum á Landsmóti þurfum við að hafa hraðar hendur hvað varðar mátun og pöntun. Til þess að jakkinn náist fyrir Landsmót hefur verið ákveðið að vera með mátunar- og pöntunardag á nýja jakkanum uppi í reiðhöll Spretts fimmtudaginn 15. maí klukkan 17:30-19:30.

Þar gefst félagsmönnum tækifæri á að skoða búninginn, máta jakkann og panta. Búið er að fá tilboð í jakka félagsins frá Ástund og munu þeir sjá um það að útbúa félagsjakkann á góðu verði til félagsmanna. Greiða þarf staðfestingagjald við pöntun 15.000 krónur og restin er greidd við afhendingu. 

Verðin eru:
Barnajakki 23.000 krónur
Fullorðinsjakki 29.000 krónur

Við ofangreint verð bætist virðisaukaskattur. Einnig verður hægt að panta herra og dömu slifsi og merki félagsins útsaumað fyrir keppnisjakkana. 

 
Ástund
Scroll to Top