Félagar í Hrossaræktarfélagi Spretts

Vegna nýrra laga um persónuvernd er erfitt að afla upplýsinga félagsmanna um árangur á kynbótasýningum ársins. Vinsamlega sendið upplýsingar um niðurstöðu sýninga kynbótahrossa ársins 2018.

Þess er óskað vegna útnefningar hrossa í efstu sæti í hverjum flokki, vali á ræktunarbúi, ræktanda ársins o.s.frv.

Vinsamlega skilið inn ítarlegum upplýsingum fyrir 1.nóv. á netfang: ha******@mi.is.

Stjórn Hrossaræktarfélags Spretts

Scroll to Top