Móttaka Fáks- og Sörlakvenna verður föstudaginn 19. apríl. Sprettskonur ríða á móti Fáks- og Sörlakonum en lagt verður af stað frá Heimsenda, klukkan 18:30. Áætlað er að hittast í Tunguhvammi en þar er bæði áning og góður bali til að spjalla og hvíla hross. Fákskonur ríða ausan við Elliðavatn og í Vatnsvíkinni ríða þær upp löngu brekkuna og til vinstri niður í Tunguhvamm. Sörlakonur koma ríðandi Tungustíginn undir Hjöllunum beint í Tunguhvamm. Sjá leiðina betur á meðfylgjandi korti.
Stefnt er á að vera mættar í matinn í gamla félagsheimili Andvara klukkan 19:30. Þær konur sem ekki hafa hugsað sér að mæta í reiðina eru að sjálfsögðu velkomnar í matinn. Maturinn kostar 1500 krónur fyrir hverja konu en æskilegt er að greiða með peningum.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eigi síðar en fyrir miðvikudaginn 17. apríl til Jóhönnu Elku (jo*********@gm***.com, s: 8611186), Ingibjörgu (bi***@mi.is) eða Andreu (an***************@ho*****.com).
Fjölmennum og tökum vel á móti nágrannakonum okkar.
Kvennadeildin